OiRA

Toggle risk assessment browser Help Menu Messages 1 Help Dashboard

Skýrslur

Þú getur notað skýrslu til að:

  • senda skrásett gögn til eftirlitsaðila;
  • veita upplýsingar til hlutaðeigenda (starfsmanna, öryggisfulltrúa, atvinnurekenda, vinnuverndarsérfræðinga, o.s.frv.);
  • fylgjast með og leggja mat á hvort gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða;
  • skrásetja endurskoðun á mati við breyttar kringumstæður (nýjar vélar/starfsmenn, eða í samræmi við niðurstöður rannsókna á slysum, o.s.frv.).

Þú getur vistað skýrsluna á tölvuna þína og prentað hana út. Þú getur einnig breytt henni eða bætt við frekari upplýsingum. Hafðu í huga að allar breytingar á skýrslu, sem þú hefur hlaðið niður, verða EKKI vistaðar í OiRA-verkfærinu.

Val á skýrslum

Mismunandi skýrslur eru í boði í mismunandi tilgangi. Skýrslur í boði í viðkomandi verkfæri fara eftir ákvörðunum OiRA landsskrifstofunnar/hugbúnaðarhönnuðarins.

Skýrslur í boði.

Heildarskýrsla

Snið: Word / Office Open XML (.docx). Þú getur breytt henni eftir að þú hefur hlaðið henni niður.

Inniheldur: allar upplýsingar og athugasemdir sem þú hefur skráð í áhættumatsferlinu.

Notaðu hana til að: veita eftirlitsaðilum upplýsingar um áhættumatið (t.d. vinnueftirlitinu).

Aðgerðaráætlun

Snið: Excel / Office Open XML (.xlsx). Þú getur breytt henni eftir að þú hefur hlaðið henni niður

Inniheldur: upplýsingar um allar þær ráðstafanir sem þú hefur valið að hrinda í framkvæmd.

Notaðu hana til að:

  • fylgja með virkum hætti á eftir framkvæmd þeirra ráðstafana sem þú hefur valið;
  • stjórna vandamálum/áhættu á vinnustaðnum þínum (tiltekin verkefni, sérfræðiþekking, ábyrgðarsvið, tímafrestir).

Yfirlit yfir áhættu

Snið: Portable Document Format (.pdf). Þú getur ekki breytt því eftir að þú hefur hlaðið því niður.

Inniheldur: yfirlit yfir greinda áhættu

Notaðu það til að:

  • fá yfirlit yfir stöðu áhættu á vinnustaðnum þínum;
  • veita hlutaðeigendum upplýsingar;
  • fylgjast með hvort tekið sé á áhættu/ráðstöfunum með viðeigandi hætti.

Yfirlit yfir ráðstafanir

Snið: Portable Document Format (.pdf). Þú getur ekki breytt því eftir að þú hefur hlaðið því niður.

Inniheldur: yfirlit yfir ráðstafanir sem á að hrinda í framkvæmd.

Notaðu það til að:

  • fá yfirlit yfir stöðu ráðstafana sem þú hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd;
  • veita hlutaðeigendum upplýsingar;
  • fylgjast með hvort tekið sé á áhættu/ráðstöfunum með viðeigandi hætti.